Góður árangur á FIS mótum hjá 16 ára og eldri

Um helgina hélt Skíðadeild ÍR tvö bikarmót í svigi karla og kvenna. Voru mótin auk þess alþjóðleg FIS mót. Aðstæður í Bláfjöllum voru hinar ágætustu og gekk mótahald því mjög vel. Viljum við þakka Fjallakofanum fyrir stuðninginn og félögum okkar úr SKRR og BBL fyrir aðstoðina.
Áttu ÍR ingar fjóra keppendur um helgina. Stefán Gíslason nældi sér í annað sætið í flokki 16 – 17 ára í fyrra mótinu. Signý Sveinbjörnsdóttir átti mjög góða helgi en í fyrra mótinu náði hún 3 sæti í kvennaflokki og 2. sæti í flokki 16 – 17 ára. Í seinna mótinu sem fram fór á sunnudag gerði Signý sér lítið fyrir og vann mótið í kvenna flokki og þar með einnig í flokki 16 – 17 ára. Óskum við henni innilega til hamingju með sinn fyrsta sigur í fullorðinsflokki.
X