Aðalfundur Skíðadeildar ÍR – ÍR heimilinu, Skógarseli

05.04.2017 | höf: Sigrún Inga Kristinsdóttir

15965934_10212120741400583_7235008410487376898_n

Á morgun fimmtudaginn 6. apríl kl. 20:00 verður aðalfundur skíðadeildarinnar haldin. Stefnt er að því að halda fundinn í fjallinu en ef það verður lokað flytjum við fundinn í Skógarselið.
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.
3. Rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir árið 2016.
4. Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
5. Kosning formanns.
6. Kosning annarra stjórnarmanna.
7. Kosning fulltrúa og varafulltrúa á aðalfund félagsins.
8. Æfingargjöld ákveðin.
9. Önnur mál.

Öllum óhætt að mæta, búið að manna allar stjórnarstöður 🙂

X