Góður árangur á bikarmótum vetrarins graphic

Góður árangur á bikarmótum vetrarins

01.05.2021 | höf: Eiríkur Jensson

Skíðavetrinum laum á föstudagskvöldið er Skíðamóti Íslands var slitið á Akureyri og Bikarmeistarar SKÍ voru verðlaunaðir. Keppt var í svigi í kvöld og héldu stelpurnar okkar áfram að gera góða hluti. Sigríður Dröfn varð Íslandsmeistari í svigi auk þess að vera krýnd Bikarmeistari SKÍ í kvennaflokki með 980 stig af 1000 mögulegum. Signý Sveinbjörnsdóttir var krýnd Bikarmeistari SKÍ í flokki U19 og Auður Björg Sigurðardóttir endaði í 3. sæti í kvennaflokki á SMÍ og 2. Sæti í flokki U19.
Öll úrslit er að finna á heimasíðu Skíðasambandsins ski.is
Við óskum þeim til hamingju með þennan frábæra árangur
Áfram ÍR
X