Ókeypis utanhúss æfingar í frjálsum hjá ÍR

Í tilefni þess að Frjálsíþróttadeild ÍR á tvo öfluga keppendur á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Budapest 19. – 27. ágúst býður deildin upp á ókeypis kynningaræfingar í frjálsum dagana 14. – 24. ágúst á nýja ÍR-vellinum í Breiðholti. Æft verður mánudag til fimmtudags þessar tvær vikur og eru tímasetningar æfinganna kl. 16-17:30.

Börn og ungmenni í 1. – 10. bekk sem hafa áhuga á að prófa frjálsar (spretthlaup, langhlaup, stökk og köst) eru velkomnir á völlinn og skráning er óþörf – bara að mæta, spyrja eftir Bjarna Antoni og hafa gaman. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Anton Theodórsson í síma 846-1488

Hlökkum til að taka á móti sem flestum og kynna fyrir þeim frjálsar íþróttir, þar sem enginn situr á bekknum og allir geta fundið grein við hæfi.

Kveðja frá Frjálsum 🙂

[contact-form][contact-field label=“Name“ type=“name“ required=“true“ /][contact-field label=“Email“ type=“email“ required=“true“ /][contact-field label=“Website“ type=“url“ /][contact-field label=“Message“ type=“textarea“ /][/contact-form]

X