Magnúsarsjóður er menntunar- og afrekssjóður Íþróttafélags Reykjavíkur. Sjóðurinn varð til með gjöf frá Magnúsi Þorgeirssyni ehf. í tilefni af 100 ára afmæli ÍR þann 11. mars 2007, en sjóðurinn er í vörslu aðalstjórnar ÍR.

Markmið sjóðsins er að:

1. Veita afreksfólki í öllum deildum innan ÍR styrk vegna æfinga og/eða keppni og búa þeim sem besta aðstöðu til að stunda íþrótt sína.

2. Veita styrk til þess íþróttafólks sem uppfyllir skilyrði úthlutunar.

3. Veita þjálfurum og leiðbeinendum sem starfa á vegum ÍR styrk til að sækja viðurkennd þjálfaranámskeið og/eða aðra menntun sem eflir þá í starfi. Stuðningur við þjálfara til endurmenntunar er hvetjandi fyrir viðkomandi m.a. til að halda áfram vinnu sinni fyrir félagið.

Skilyrði úthlutunar:

1. Aðeins þeir aðilar sem iðka eða þjálfa innan vébanda ÍR geta sótt um í sjóðinn.

2. Einstaklingsíþrótt: unnið til verðlauna á Íslandsmótum eða öðrum sambærilegum mótum í sínum aldursflokki.

3. Hópíþrótt: vera í æfingahóp meistaraflokka eða vera í landsliðsúrtaki í sínum aldursflokki.

4. Þjálfarar þurfa að búa að góðum faglegum grunni, mikilli reynslu og sýna mikinn áhuga og metnað á þjálfun.

 

Að venju er opið fyrir umsóknir  í Magnúsarsjóð tvisvar sinnum á ári í apríl og október. Aðalstjórn ÍR tekur ákvörðun um hvort úthluta eigi úr sjóðnum á hverjum tíma. Stjórnum deilda er send tilkynning þegar opna á fyrir umsóknir og þær hvattar til þess að sækja um fyrir iðkendur og þjálfara.

 

Magnusarsjodur Umsoknareydublad

Magnusarsjodur Reglugerð

 

Síðast uppfært: 21.09.2021 klukkan 11:35

X