Þjálfun fyrir deildarspilara graphic

Þjálfun fyrir deildarspilara

07.03.2017 | höf: Jóhann Ágúst

Á laugardaginn kemur þann 11. mars verður Hörður Ingi þjálfari hjá ÍR staddur upp í Keiluhöllinni Egilshöll frá kl. 11 til 13. Þeir keilarar innan ÍR sem vilja geta farið, leigt braut og fengið tilsögn frá Herði sér að kostnaðarlausu. Þetta er tilraunaverkefni hjá okkur í deildinni til að koma til móts við deildarspilara / fullorðna keilara og er ætlunin að hafa þetta aðra hverja viku eða á meðan áhugi er fyrir.

Um helgina verður reyndar Íslandsmót einstaklinga með forgjöf en það verður frá kl. 9 og eru leiknir 4 leikir þá. Hörður verður til taks eftir það og er um að gera að nýta sér hans veru til að bæta leikinn hjá hverjum og einum.

Við ítrekum að þetta er bara í boði fyrir ÍR keilara og er tilraunaverkefni svo nú er komið að þér.

X