Íþróttafélag Reykjavíkur

Þjálfunarbúðir með Robert Anderson

Robert Anderson

Keiludeild ÍR stendur fyrir þjálfunarbúðum með sænska keilaranum Robert Anderson en hann ætti að vera íslenskum keilurum að góðu kunnur enda tengdasonur Íslands. Róbert kemur hér dagana 26. maí og verður með æfingar í Egilshöll. Einnig er ætlunin að hann verði með fyrirlestur á föstudagskvöldinu í ÍR heimilinu, nánar auglýst síðar. Skipulagið er þannig að boðið verður upp á nokkra tíma með honum og verða þátttakendur takmarkaðir við 8 keilara í einu. Unnið er í 2 tíma á braut og mun Robert fara á milli manna.

Keilarar eru hvattir til að nýta sér þessa þjálfun og er þetta besti tíminn til þess. Þarna gefst keilurum tækifæri til að fá ítarlega leiðsögn og geta þá æft sig í þeim atriðum sem koma fram og komið því mun sterkari til leiks í haust þegar næsta tímabil hefst.

Þeir tímar sem í boði eru:

  • Fimmtudagurinn 26. maí frá kl. 09:00 til 11:00 (Uppselt)
  • Fimmtudagurinn 26. maí frá kl. 12:00 til 14:00 (8 keilarar hámark)
  • Fimmtudagurinn 26. maí frá kl. 14:30 til 16:30 (Uppselt)
  • Föstudagurinn 27. maí frá kl. 09:00 til 11:00 (8 keilarar hámark)
  • Föstudagurinn 27. maí frá kl. 12:00 til 14:00 (8 keilarar hámark)
  • Föstudagurinn 27. maí frá kl. 14:30 til 16:30 (Uppselt)
  • Föstudagurinn 27. maí frá kl. 18:00 til 20:00 – Fyrirlestur í ÍR heimilinu Skógarseli 12 (nánar auglýst síðar) Opið þeim sem sækja tíma á braut með Robert.

Þátttökugjald verður kr. 5.000,- sem má greiða á staðnum.

Skráning fer fram á vefnum – athugið – takmarkaður fjöldi þátttakenda í hverjum tíma

Upplýsingar um Robert Anderson

  • Heimsmeistari í tvímenning
  • Landsliðsmaður i Sænska landsliðinu til margra ára
  • Liðsmaður og sport stjórnandi Team Pergamon fra Gautaborg
  • Æðsta stig í þjálfun frá Háskólanum í Svíþjóð (mjög fáir með þessa menntun)
  • Hefur þjálfað í Svíþjóð og mörgum löndum í fjölda ár
  • Hefur haldið fyrirlestur á ráðstefnum hjá alþjóðasamtökum þjálfara
  • Þróaði nýja tækni til að auka leikni leikmanns
X