QubicaAMF World Cup 2017 í Mexico graphic

QubicaAMF World Cup 2017 í Mexico

22.02.2017 | höf: Jóhann Ágúst

Nú rétt í þessu var verið að tilkynna að 53 heimsbikarmót einstaklinga, QubickaAMF World Cup, fer fram í Hermosillo í Mexíkó dagana 4. til 12. nóvember. Verður mótið haldið í Bol 300 keilusalnum en hann rúmar 32 brautir. Salurinn fær upplyftingu fyrir mótið og verður m.a. sett uppp BES X skorsystem frá QubickaAMF. Hermosillo er 800 þúsund manna bær og er þekktur undir nafninu The Sun City og er í aðeins 250 km fjarlægð frá landamærum BNA.

Hafþór Harðarson úr ÍR vann sér inn þátttökurétt á 52. AMF mótinu sem fram fór í Shanghai í Kína í október s.l. Núna er eftir 3. og síðasta umferðin í AMF forkeppninni hér heima. Sjá nánar um stöðu mótsins í ár.

Allar nánari upplýsingar um mótið má finna á vef QubicaAMF.

X