Nýr formaður Keilusambands Íslands frá ÍR graphic

Nýr formaður Keilusambands Íslands frá ÍR

29.05.2018 | höf: Jóhann Ágúst

Síðastliðin sunnudag var Ársþing Keilusambandsins haldið í ÍR heimilinu Skógarseli. Á því þingi var kjörinn nýr formaður sambandsins og var Jóhann Ág. Jóhannsson fráfarandi formaður Keiludeildar ÍR einn í framboði og því sjálfkjörinn. Auk hans gáfu ÍR-ingarnir Hafþór Harðarson kost á sér á ný í aðalstjórn og Stefán Claessen gaf kost á sér áfram sem varamaður. Þingið var ágætlega sótt og voru fulltrúar allra aðildarfélaga Keilusambandsins mættir til setu á þinginu, sjá nánar á vef KLÍ.

X