Keila 07.04.2019 | höf: Svavar Einarsson
Nanna Hólm Davíðsdóttir og Gunnar Þór Ásgeirsson bæði úr ÍR eru Íslandmeistarar einstaklinga 2019 í keilu, bæði í fyrsta sinn á ferlinum. Úrslit mótsins voru í beinni útsendingu á RÚV í dag en fyrst léku efstu þrjár konurnar eftir forkeppnina til úrslita um titilinn. Efst eftir forkeppnina varð Dagný Edda Þórisdóttir úr Keilufélagi Reykjavíkur en hún féll út í fyrsta leik úrslitanna og héldu Íslandsmeistarinn 2018 Ástrós Pétursdóttir úr ÍR sem varð í öðru sæti forkeppninnar og Nanna áfram í úrslitaviðureignina þar sem Nanna hafði betur 180 gegn 171.