Nanna Hólm & Gunnar Þór Íslandmeistarar einstaklinga 2019

Nanna Hólm Davíðsdóttir og Gunnar Þór Ásgeirsson bæði úr ÍR eru Íslandmeistarar einstaklinga 2019 í keilu, bæði í fyrsta sinn á ferlinum. Úrslit mótsins voru í beinni útsendingu á RÚV í dag en fyrst léku efstu þrjár konurnar eftir forkeppnina til úrslita um titilinn. Efst eftir forkeppnina varð Dagný Edda Þórisdóttir úr Keilufélagi Reykjavíkur en hún féll út í fyrsta leik úrslitanna og héldu Íslandsmeistarinn 2018 Ástrós Pétursdóttir úr ÍR sem varð í öðru sæti forkeppninnar og Nanna áfram í úrslitaviðureignina þar sem Nanna hafði betur 180 gegn 171.

Næst léku karlarnir en efstu þrír eftir forkeppnina urðu þeir Stefán Claessen úr ÍR, Gústaf Smári Björnsson úr Keilufélagi Reykjavíkur og Gunnar Þór. Stefán féll úr í fyrsta leik úrslitanna og þeir Gústaf Smári, Íslandsmeistari síðustu tveggja ára, og Gunnar Þór léku til úrslita þar sem Gunnar hafði betur 202 gegn 184.
Sjá má útsendinguna frá í dag á vef RÚV.
X