Meistaramót ÍR í keilu 2016 graphic

Meistaramót ÍR í keilu 2016

30.04.2016 | höf: Jóhann Ágúst

Meistaramót ÍR fór fram í morgun í Keiluhöllinni Egilshöll. Að venju er þetta einskonar lokamót og uppskeruhátið deildarinnar. Keppt er í karla-, kvenna- og forgjafarflokki og spiluð er ein þriggja leikja sería. Sigurvegarar á mótinu urðu þau Hlynur Örn Ómarsson, Ástrós Pétursdóttir og Einar Már Björnsson.

Eftir forkeppnina var Hlynur Örn með bestu seríuna eða 707. Alexander Halldórsson varð í 2. sæti með 683 seríu, í 3. sæti var Gunnar Þór Ásgeirsson en hann var „öldungurinn“ í úrslitum en hann er fæddur árið 1985 og í fjórða sæti varð Ágúst Ingi Stefánsson með 658 seríu. Óvænt að sjá svona unga keilara raða sér í efstu sætin en þetta segir bara að framtíðin er björt hjá keiludeild ÍR.

Hjá konunum varð Guðný Gunnarsdóttir efst með 603 seríu, í 2. sæti varð Ástrós Pétursdóttir með 578, í 3. sæti varð Linda Hrönn Magnúsdóttir með 565 og í 4. sæti varð Elva Rós Hannesdóttir með 518 seríu en Elva er aðeins 14 ára gömul og ein af okkar framtíðar keilurum.

Eftir að hafa raðað í þessi sæti var raðað í fjögur efstu sætin með forgjöf en forgjöfin reiknast sem 80% mismunur af alsherjarmeðaltali og hæsta meðaltali leikmanns í mótinu en Stefán Claessen er með 207,1 skv. nýjasta meðaltali KLÍ. Í 1. sæti eftir forkeppnina varð Benedikt Svavar Björnsson með 703 (með forgjöf), í 2. sæti varð Einar Már Björnsson með 698, í 3. sæti varð Róbert Dan Sigurðsson með 691 og í 4. sæti varð Hörður Finnur Magnússon en Hörður var elstur keppanda í mótinu. Sannarlega glæsilegur árangur hjá öllum þessum keilurum.

Í undanúrslitum áttust því við hjá körlum þeir Hlynur Örn og Ágúst Ingi en það sigraði Hlynur með 181 gegn 169. Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði Alexander hann Gunnar Þór með 256 gegn 225. Hjá konum fór það þannig að Elva Rós gerði sér lítið fyrir og sigraði Guðný með 191 gegn 173 og Ástrós hafði Lindu með aðeins tveim pinnum 195 gegn 193. Í forgjafarflokkum Sigraði Benedikt heldri manninn hann Hörð með 282 (með forgjöf) gegn 207 og Einar Már lagði sveitung sinn hann Róbert Dan með 208 gegn 179.

Úrslitaviðureignirnar eru spilaðar þannig að leikmenn spila tvo leiki og sá sem er með betra pinnafall eftir það sigrar. Hjá körlum fór það þannig að Hlynur Örn sigraði Alexander með 392 gegn 377 og í leik um þriða sætið fór það þannig að Gunnar Þór setti í fluggír og sigraði Ágúst Inga með 494 pinnum gegn 372. Gunnar Þór spilaði þessa þrjá leiki í úrslitum með 719 seríu en Gunnar keppir í 3. deild og ætlar sér klárlega eitthvað hærra en það.

Hjá konum fóru úrslitin þannig að Ástrós sýndi enga misskun í viðureigninni við ungu stelpuna hana Elvu Rós og vann þar af leiðandai með 428 pinnum gegn 313. Guðný gaf leik sinn um 3. sætið þannig að Linda endaði í því sæti án skors.

Í forgjafarflokkun sigraði Einar Már hann Benedikt Svavar með 527 (með forgjöf) gegn 492 og Róbert Dan sigraði Hörð finn með 461 gegn 395.

Keiludeild ÍR þakkar ÍR keilurum kærlega fyrir þáttökuna í mótinu og mótum í vetur. Í næstu viku fer fram 3. og síðasta umferðin í AMF mótaröðinni og síðan eru örfá Pepsí mót eftir af þessu tímabili.

ir_2016_meistaramot_-top3kk

Karlaflokkur: Alexander Halldórsson 2. sæti, Hlynur Örn Ómarsson 1. sæti og Gunnar Þór Ásgeirsson 3. sæti

ir_2016_meistaramot_-top3kvk

Kvennaflokkur: Elva Rós Hannesdóttir 2. sæti, Ástrós Pétursdóttir 1. sæti og Linda Hrönn Magnúsdóttir 3. sæti

ir_2016_meistaramot_-top3forg

Forgjafarflokkur: Róbert Dan Sigurðsson 2. sæti, Einar Már Björnsson 1. sæti og Benedikt Svavar Björnsson 3. sæti

Hér er svo lokastaða eftir forkepnnina – neðri hlutinn raðast eftir samtals skori með forgjöf:
Nafn Lands-meðaltal Forgjöf Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3 Samtals án forgjafar Meðaltal án forgjafar Röð án Samtals með forgjöf Röð með Meðaltal með forgjöf
Hlynur Örn Ómarsson 190,4 13 214 245 248 707 236 1 747 249
Alexander Halldórsson 187,4 16 211 269 203 683 228 2 730 243
Gunnar Þór Ásgeirsson 184,4 18 216 244 204 664 221 3 719 240
Ágúst Ingi Stefánsson 176,8 24 182 257 219 658 219 4 731 244
Guðný Gunnarsdóttir 169,2 30 171 245 187 603 201 1 694 231
Ástrós Pétursdóttir 186,9 16 168 207 203 578 193 2 626 209
Linda Hrönn Magnúsdóttir 178,7 23 201 182 182 565 188 3 633 211
Elva Rós Hannesdóttir 156,3 41 166 178 174 518 173 4 640 213
Benedikt Svavar Björnsson 163,5 35 135 232 232 599 200 703 1 234
Einar Már Björnsson 188,5 15 192 234 227 653 218 698 2 233
Róbert Dan Sigurðsson 191,7 12 192 204 258 654 218 691 3 230
Hörður Finnur Magnússon 169,5 30 189 215 180 584 195 674 4 225
Ásgeir Henningsson 177,5 24 213 167 212 592 197 663 221
Sara Bryndís Sverrisdóttir 115,9 64 145 180 145 470 157 662 221
Þórarinn Már Þorbjörnsson 185,7 17 205 207 187 599 200 650 217
Njörður Stefánsson 164,3 34 203 181 163 547 182 650 217
Karitas Róbertsdóttir 145,1 50 158 179 152 489 163 638 213
Jóhann Ragnar Ágústsson 164,2 34 138 168 226 532 177 635 212
Steindór Máni Björnsson 159,9 38 138 187 190 515 172 628 209
Stefán Claessen 207,1 0 257 156 204 617 206 617 206
Svavar Þór Einarsson 177,7 24 238 150 147 535 178 606 202
Eiríkur Garðar Einarsson 160,7 37 176 181 137 494 165 605 202
Anna Sigríður Magnúsdóttir 143,7 51 116 167 169 452 151 604 201
Sigríður Klemensdóttir 164,2 34 170 161 168 499 166 602 201
Bergþóra Rós Ólafsdóttir 165,2 33 158 173 169 500 167 600 200
Herdís Gunnarsdóttir 153,1 43 168 148 149 465 155 595 198
Sigrún G. Guðmundsdóttir 137,8 55 139 151 126 416 139 582 194
Guðmundur Jóhann Kristófersson 159,4 38 131 146 162 439 146 553 184
Halldóra Í. Ingvarsdóttir 158,4 39 121 163 152 436 145 553 184
Hinrik Óli Gunnarsson 120,4 64 116 127 114 357 119 549 183
X