Meistarakeppni ÍR í keilu fer fram laugardaginn 29. maí graphic

Meistarakeppni ÍR í keilu fer fram laugardaginn 29. maí

13.05.2021 | höf: Jóhann Ágúst

Laugardaginn 29. maí fer fram Meistarakeppni ÍR í keilu en það er lokamót tímabilsins hjá deildinni. Mótið er aðeins ætlað ÍR-ingum innan deildarinnar og er hugsað sem létt skemmtun í lok tímabilsins. Leikið verður í HIGH STREET olíuburðinum og er aðeins ein 3 leikja sería spiluð. Að henni lokinni fara fram úrslit 4 efstu karla og 4 efstu kvenna auk 4 efstu þess fyrir utan í blönduðum forgjafarflokki. Úrslit fara þannig fram að sæti 1 og 4 mætast í einum leik en samtímis leika sæti 2 og 3. Sigurvegarar úr þeim viðureignum leika þá til úrslita í sínum flokki. Ekki er keppt um 3. sætið þannig að 4 efstu sætin fá verðlaun en ýmis aukaverðlaun verða í boði á mótinu. Pizzu veisla verður síðan í verðlaunaafhengindu mótsins.

Skráning fer fram hér:

X