Komdu í keilu – ÍR-Keiludeild kynnir starfsemi sína graphic

Komdu í keilu – ÍR-Keiludeild kynnir starfsemi sína

27.08.2021 | höf: Jóhann Ágúst

Helgina 4. og 5. september milli klukkan 12 og 15 ætlar ÍR-Keiludeild að bjóða öllum krökkum frá 8 ára aldri og upp úr að koma og prófa keilu undir leiðsögn þjálfara ÍR-Keiludeildar í Keiluhöllinni Egilshöll.

Allir fá að prófa á meðan tími og brautir leifa. Foreldrar eru velkomnir með börnunum. Um leið kynnir deildin haustönn í keilu en tímar fyrir grunnhópa í eru á þriðjudögum frá kl. 17:30 til 18:30 og fimmtudaga frá kl. 17:00 til 18:00.

Keila sem íþrótt hentar öllum. Hægt er að stunda hana sem einstaklingsíþrótt og eða í hóp, fram eftir öllum aldri allt árið um kring. ÍR-Keiludeild státar af vel menntuðum og vönum þjálfurum í sportinu.

Hlökkum til að taka á móti ykkur.

Til að fá nánari upplýsingar má senda póst á keila@ir.is

X