Jólamót keiludeildarinnar 2016

Jólasveinn

Næstkomandi laugardag þann 17. desember kl.09:00 verður hið árlega jólamót keiludeildarinnar. Mótið í ár verður með breyttu sniði en núna er einn keppnisdagur og er spiluð þriggja leikja sería. Mótið er forgjafarmót og er forgjöf 80% af meðaltali leikmanns og meðaltali þess leikmanns sem hæðsta meðaltal KLÍ hefur. Hámarksforgjöf er þó 64 pinnar og ekki er hægt að spila hærri leik en 300.

Vegleg peningaverðlaun í boði fyrir 5 efstu sætin. Í lokin verður svo hið kingimagnaða happadrætti deildarinnar til styrktar unglingastarfi hennar.

Olíuburður verður HIGH STREET 8144

Skráning stendur yfir og lýkur á föstudaginn kl. 21

Verðlaun

  1. sæti 20.000,- krónur
  2. sæti 15.000,-  krónur
  3. sæti 10.000,-  krónur
  4. sæti    7.500,-  krónur
  5. sæti    5.000,-  krónur

Verð í mótið er krónur 4.400,-

X