Íslandsmet á Meistarakeppni ungmenna í keilu graphic

Íslandsmet á Meistarakeppni ungmenna í keilu

12.11.2017 | höf: Jóhann Ágúst

Í dag var keppt í 2. umferð í Meistarakeppni ungmenna í keilu. Tvær ÍR stúlkur settu Íslandsmet í sínum aldursflokkum á mótinu auk þess sem ÍR átti marga á verðlaunapalli. Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir úr ÍR setti met í 11-12 ára flokki stúlkna í 4 og 5 leikjum en hún náði 661 og 786 samtals í þeim leikjum. Var hún einnig skammt frá metinu í 6 leikjum. Sara Bryndís Sverrisdóttir úr ÍR setti einnig met í aldursflokki 13 til 14 ára í 4, 5 og 6 leikjum en hún náði 735, 913 og 1101 pinnum. Í 1. flokki pilta voru ÍR strákarnir allsráðandi og röðuðu sér í öll verðlaunasætin. Sjá öll úrslit og stöðu á vef Keilusambandsins.

X