ÍR lið tilnefnd til Íþróttaliða Reykjavíkur 2016 graphic

ÍR lið tilnefnd til Íþróttaliða Reykjavíkur 2016

14.12.2016 | höf: Jóhann Ágúst

Í dag fór fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur athöfn þar sem einstaklingar og lið íþróttafélaga í Reykjavík voru heiðruð fyrir árangur sinn á árinu. Keiludeild ÍR átti þrjár tilnefningar til liðs ársins en það voru ÍR PLS fyrir Íslandsmeistaratitil karlaliða, ÍR KLS og ÍR TT fyrir Bikarmeistarartitla karla- og kvennaliða. Fór svo að körfuknattleikslið KR karla var valið lið Reykjavíkur 2016 en þeir urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar í ár.

Frábær árangur engu að síður hjá keiluliðunum að hljóta þessa tilnefningu og óskum við liðsmönnum þeirra til hamingju með heiðurinn.

X