ÍR-ingar sigursælir á Reykjavíkurmótinu í keilu graphic

ÍR-ingar sigursælir á Reykjavíkurmótinu í keilu

11.09.2021 | höf: Jóhann Ágúst

Í dag fór fram Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu þar sem ÍR-ingarnir Ástrós Pétursdóttir og Einar Már Björnsson sigruðu í kvenna- og karlaflokki. Leikin var 6 leikja sería í forkeppni og komust 3 efstu úr hvorum flokki í úrslitakeppnina. Ástrós varð efst í forkeppninni með 189,5 í meðaltal og Nanna Hólm úr ÍR varð í 3. sæti mð 180,5 í meðaltal. Nanna Hólm sigraði Katrínu Fjólu Bragadóttur úr KFR í fyrri viðureigninni í úrslitum og mætti því Ástrósu í úrslitum þar sem Ástróf hafði betur eins og áður segir með 224 pinnum gegn 168.

Einar Már varð einnig efstur í karlaflokki eftir forkeppnina með 212,7 í meðaltal. Mætti hann Jóni Inga Ragnarssyni úr KFR í úrslitaviðureigninni og hafði betur þar 196 gegn 172.

Fyrir viku var forgjafarmótið haldið og sigraði Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR karlaflokinn og Bharat Singh varð í 3. sæti.

X