ÍR BK í bikarúrslit 2017 graphic

ÍR BK í bikarúrslit 2017

28.03.2017 | höf: Jóhann Ágúst

Í gærkvöldi tryggði ÍR BK sér sæti í úrslitum bikarkeppni kvenna 2017. Sigruðu þær KFR Valkyrjur í Roll off (bráðabana) en jafnt var eftir 4 leiki. Liðin skiptust á að vinna leikina, BK stúlkur unnu fyrsta leikinn og þann þriðja en alltaf jöfnuðu KFR Valkyrjur metin. Grípa varð því til bráðabana og er hann leikinn þannig að hver leikmaður kastar einu kasti og það lið sem fær fleiri pinna fellda vinnur. ÍR BK fékk 25 pinna úr þessum þrem köstum gegn 21. Óvænt úrslit enda eru KFR Valkyrjur nokkuð örugglega í efsta sæti í deilinni. Engu að síður er þetta vel gert hjá BK stúlkum.

Í hinum úrslitaleiknum leika ÍR Buff og KFR Afturgöngurnar en sá leikur fer fram sunnudaginn 2. apríl ásamt undanúrslitum í bikarkeppninni hjá körlum Það gæti því verið annað árið í röð að ÍR sé með bæði liðin í úrslitum bikarkeppni kvenna en í fyrra voru það ÍR TT sem vann og ÍR Buff sem áttust við. Hjá körlunum eigast við í undanúrslitum í ár m.a. ÍR Fagmaður gegn KFR Grænu töffurunum og gæti því ÍR átt lið í úrslitum bæði karla og kvenna.
Úrslitin sjálf fara svo fram laugardaginn 8. apríl og verða í beinni útsendingu á RÚV í tengslum við Meistaradaga RÚV.

X