ÍR-Keiludeild er farin af stað með haustönn sína 2022 – Æfingar fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll
Hægt er að velja um að æfa tvisvar í viku (byrjendur) eða þrisvar í viku á eftirfarandi tímum:
- Þriðjudaga frá kl. 17:00 til 18:30
- Miðvikudaga frá kl. 17:00 til 18:300
- Fimmtudaga frá kl. 16:30 til 18:00
Skráning á önnina fer fram í gegn um Sportabler.
Kúluhappdrætti. Allir sem verða skráðir á önnina fyrir lok september fara í pott. Einn heppinn iðkandi fær kúlu að eigin vali frá ÍR-Keiludeild í samstarfi við Hudson Proshop.
Af hverju keila?
- Keila er skemmtileg
- Keila er bæði einstaklings- og hópíþrótt
- Keila er ein ódýrasta íþrótt sem börn og ungmenni geta stundað
- Keila er tæknilega krefjandi íþrótt, samt skemmtileg
- Keila er fyrir alla: stráka, stelpur, konur og karla
- Keila er félagsleg skemmtun
Þjálfarar með alþjóðleg þjálfararéttindi og ÍSÍ þjálfaramenntun sjá um alla þjálfun, sjá nánar lista yfir þjálfara.
Nánari upplýsingar og fyrirspurnum er svarað í gegn um þessa síðu eða tölvupósti keila@ir.is