Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR er Reykjavíkurmeistari einstaklinga í keilu 2020 graphic

Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR er Reykjavíkurmeistari einstaklinga í keilu 2020

14.09.2020 | höf: Jóhann Ágúst

Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR er Reykjavíkurmeistari einstaklinga í keilu 2020 í karlaflokki. Gunnar Þór var í efsta sæti eftir forkeppnina en fimm efstu kepptu til úrslita. Gunnar Þór sigraði Einar Má Björnsson ÍR með 224 gegn 182. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR varð í öðru sæti í kvennaflokki en laut í lægra haldi í úrslitum gegn Dagnýu Eddu Þórisdóttur KFR með 154 pinnum gegn 213 . Í þriðja sæti í karlaflokki varð Guðmundur Sigurðsson ÍA og í þriðja sæti í kvennaflokki varð Marika Lönnroth KFR.

X