Frá aðalfundi Keiludeildar – Breytingar í stjórn graphic

Frá aðalfundi Keiludeildar – Breytingar í stjórn

02.07.2020 | höf: Jóhann Ágúst

Aðalfundur keiludeildar ÍR var haldinn í ÍR heimilinu við Skógarsel mánudaginn 29. júní og sóttu 15 félagsmenn fundinn. Fundarstjóri var Reynir Leví Guðmundsson og fundarritari Sigríður Klemensdóttir.

Stjórn keildudeildarinnar verður þannig skipuð næsta starfsárið: Sigríður Klemensdóttir formaður og aðrir stjórnarmenn eru Böðvar Már Böðvarsson, Daníel Ingi Gottskálksson, Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, Halldóra Íris Ingvarsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson og Þórarinn Már Þorbjörnsson. Úr stjórn gengu Einar Már Björnsson og Svavar Þór Einarsson, en þeir Jóhann Ágúst og Þórarinn Már komu inn í stjórn að nýju eftir nokkurra ára fjarveru. Stjórnin mun skipa með sér verkum á fyrsta fundi stjórnar sem haldinn verður á næstu dögum.

Á aðalfundinum flutti Sigríður úrdrátt úr ársskýrslu deildarinnar og Halldóra Íris gjaldkerfi fór yfir ársreikninginn. Eftir nokkrar umræður var ákveðið að það þyrfti að skoða hann nánar. Því var ákveðið að fresta samþykkt reikningsins og kalla til aukaaðalfundar sem verður væntanlega haldinn um miðjan ágúst.

Einnig var nokkuð rætt var um húsnæðisvanda deildarinnar og fóru Ingigerður Guðmundsdóttir formaður ÍR og Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður KLÍ yfir stöðuna.

Skýrsla deildarinnar fyrir starfsárið 2019.

X