Arnar Sæbergsson sigraði WOW – RIG 2017 graphic

Arnar Sæbergsson sigraði WOW – RIG 2017

05.02.2017 | höf: Jóhann Ágúst

ÍR-ingurinn Arnar Sæbergsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í keilu á WOW – RIG 2017 í dag. Vann hann Svíann Simon Staal í úrslitakeppninni í tveim leikjum 290 gegn 226 og síðan 268 gegn 239. Áður lagði Arnar annan Svía Matthias Möller í undanúrslitum í þrem leikjum. Arnar tapaði reyndar fyrsta leiknum á móti Möller en þar munaði ansi litlu á að Möller tæki 300 leik. Náði hann 299 gegn 231. Arnar tók síðan næstu tvo leiki 267 gegn 244 og svo 223 gegn 180.

Arnar er aðeins annar Íslendingurinn sem sigrar í RIG móti í þau 9 ár sem keilan hefur verið með. Áður hefur Skúli Freyr Sigurðsson, þá í ÍA, sigrað. Við óskum Arnari Sæbergssyni til hamingju með sigurinn.

Stöður í mótinu má sjá hér.

X