Keila 28.08.2018 | höf: Jóhann Ágúst
Mánudaginn 3. september hefjast æfingar ungmenna á haustönn 2018 hjá keiludeild ÍR. Sem fyrr fara æfingarnar fram í Keiluhöllinni Egilshöll. Boðið er upp á tvo hópa, grunnhóp þar sem nýjir iðkendur eru og svo framhaldshóp þar sem iðkendur sem eru lengra komnir mæta. Hvorum hópnum fyrir sig er skipt upp eftir aldri og getu. Skráning iðkenda fer fram í gegn um vef ÍR.is Bjóðum nýja iðkendur sérstaklega velkomin í keilu.
Æfingataflan er sem hér segir:
Allar nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á keiludeild ÍR eða á Stefán Claessen yfirþjálfara deildarinnar. Vekjum athygli á að deildin er með lokaða Facebook síðu fyrir þá krakka og forráðamenn sem æfa hjá deildinni. Þar inn eru setta tilkynningar og annað sem við á um starfsemina.