ÍR PLS Íslandsmeistarar karla í keilu 2016 graphic

ÍR PLS Íslandsmeistarar karla í keilu 2016

04.05.2016 | höf: Jóhann Ágúst

Í gærkvöldi fór fram síðasti úrslitaleikurinn hjá körlum á Íslandsmótinu í keilu. ÍR PLS var í ágætri stöðu fyrir umferðina með 17,5 stig gegn 10,5 KFR Lærlinga sem sóttu þó vel á í lok 2. umferðar. PLS strákar hófu leikinn í gær af krafti og lönduðu 3 – 1 sigri 615 pinnar gegn 593 í fyrsta leik og þurftu því aðeins 1 stig úr næstu tveim leikjum til að tryggja sér titilinn. Það tókst í öðrum leik en þar sigruðu þeir einnig 3 – 1, 672 pinnar gegn 649 og því titillinn þeirra.

Best PLS manna spilaði í úrslitakeppninni Einar Már Björnsson en hann var með 220,88 í meðaltal en Bjarni Páll var fast á hælum hans með 220,36 í meðaltal og þeir Hafþór, íþróttakarl ÍR 2015 með 199,6 í meðaltal og Róbert Dan með 211,0.

Óskum ÍR PLS til hamingju með titilinn.

Á mánudagskvöldinu lauk úrslitakeppni kvenna en þar áttust við lið ÍR Buff og KFR Valkyrjur. Valkyrjur voru of stór biti fyrir ÍR Buff stelpur og sigruðu þær úrslitin með 22 stigum gegn 6. Engu að síður er það glæsilegur árangur að ná 2. sæti á Íslandsmóti og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.

Lið ÍR PLS, aftari röð: Bjarni Páll, Hörður Ingi, Róbert Dan. Fremri röð: Hafþór og Einar Már.

islandsmeistarar_kvennalida_2016_irbuff

Lið ÍR Buff: Ásdís, Sigurlaug, Ástrós og Soffía

X