54. Qubica AMF heimsbikarmót einstaklinga í Las Vegas graphic

54. Qubica AMF heimsbikarmót einstaklinga í Las Vegas

20.03.2018 | höf: Jóhann Ágúst

54. heimsbikarmót einstaklinga Qubica AMF fer fram dagana 5. til 11. nóvember í Sam’s Town Bowling Center í Las Vegas USA. Þetta var tilkynnt nú í gær af AMF. Qubica AMF heimsbikarmótið er fjölmennasta einstaklingsmótið i keilu sem haldið er árlega m.t.t. fjölda þátttökuþjóða. Í fyrra var það Einar Már Björnsson úr ÍR sem ávann sér rétt til þáttöku á 53. mótinu en það fór fram í Hermosillo í Maxíkó.

Forkeppni mótsins hér á landi fer fram í þrem hlutum. 1. umferð AMF fór fram í nóvember s.l. og önnur umferð forkeppninnar var samhliða RIG 2018. Sjá má stigaföflu forkeppninnar hér.

Lokaumferðin er svo á dagskrá í byrjun maí og þá kemur í ljós hverjir vinna sér þátttökurétt á mótinu í Las Vegas 2018.

X