32. liða bikarkeppnin í keilu fór fram í vikunni graphic

32. liða bikarkeppnin í keilu fór fram í vikunni

19.10.2017 | höf: Jóhann Ágúst

Á þriðjudaginn fóru fram 32. liða úrslit karla í bikarkeppni Keilusambands Íslands. Að lokum var dregið í 16. liða úrslitin en þau fara fram í desember. Nokkur ÍR lið áttust við í vikunni og fór svo að ÍR Fagmenn, ÍR Gaurar, ÍR KLS, ÍR L og ÍR Broskarlar komust áfram. Vegna þess hve fá kvennalið eru þá byrja þær í 16 liða úrslitum og eru þar aðeins tveir leikir en í 8 liða úrslitum koma inn ÍR liðin ÍR BK, ÍR TT og ÍR Buff.

X