3. og síðasta umferð í forkeppni AMF World Cup 2017
Boðið er upp á tvo riðla, miðvikudaginn 10. maí kl. 19:00 og laugardaginn kl. 09:00 – Verð krónur 6.000,- pr riðil.
Fyrirkomulag
Fyrirkomulag þessarar 3. umferðar er þannig að leikin er 6 leikja sería, skipt um brautarpar eftir hvern leik. Spila má báða dagana í forkeppninni og gildir þá betri serían til úrslita. Konur fá 8 pinna í forgjöf.
Breytt fyrirkomulag í úrslitum 3. umferðar. Eftir forkeppnina á laugardeginum fara 4 efstu keilararnir í Stepladder úrslit. 4. sætið keppir við það 3. einn leik og sigurvegarinn heldur áfram, keppir við 2. sætið. Enn þarf að vinna einn leik til að komast í úrslit á móti 1. sæti forkeppninnar. Keilarar verða að fylgjast vel með hvort þeir séu í úrslitum. Gera má ráð fyrir að þau byrji 12:30.
Stig eru gefin að 1. sætið fær 12 stig, 2. sætið 10 stig, 3. sætið 8 stig, 4. sætið 7 stig og svo fá leikenn með hæstu seríur þar fyrir utan 6 til 1 stig.
Að venju eru verðlaun veitt með forgjafarfyrirkomulagi í 3. og síðustu umferðinni. Forgjöf er 80% mismun meðaltals 200. Konur fá ekki auka 8 pinna á leik með almennri forgjöf.
Olíuburður verður sá sami og í 1. umferðinni: Kegel Challenge Series – ABBEY ROAD – 3540 (50 uL)
Úrslit í forkeppni AMF World Cup sunnudaginn 14. maí kl 09:00
Á sunnudeginum 14. maí kl. 09 hefjast svo lokaúrslit. Athugið að greiða þarf þátttökugjald í þau kr. 11.000,- (eingöngu kostnaður vegna brautargjalda). Úrslitin verða sem fyrr 10 efstu úr samanlögðu sem keppa maður á mann Round Robin format og svo að lokum eru 4 keilara Stepladder úrslit. Sigurvegari mótsins fær ferð, gistingu og þátttökugjald á 53. AMF World Cup sem fram fer í Hermosillo í Mexíkó dagana 4. til 12. nóvember 2017, flug og hótel. Hæsti keilari af gagnstæðu kyni fær einnig þátttökurétt á mótinu.
Olíuburður í úrslitum sunnudaginn 14. maí verður Kegel Landmark Callenge Series – C-Tower of Pisa 41 fet.