Flottir fulltrúar ÍR náðu í brons í Finnlandi graphic

Flottir fulltrúar ÍR náðu í brons í Finnlandi

04.07.2022 | höf: ÍR

Þann 29. júní – 3. júlí fór fram Norðurlandamót u16 og u18 landsliða í körfubolta í Kisakallio í Finnlandi. Við ÍR-ingar áttum fimm frábæra fulltrúa í liðunum. Þeir Lúkas Aron Stefánsson, Magnús Dagur Svansson og Stefán Orri Davíðsson voru fulltrúar ÍR í u16 ára liði karla og þeir Leó Curtis og Óskar Víkingur Davíðsson í u18 ára liði karla.

Bæði lið byrjuðu mótið á sterkum sigrum gegn Norðmönnum, Dönum og Eistum og voru því í kjörstöðu fyrir síðustu tvo leikina. Þar töpuðu bæði lið fyrir sterkum liðum Svíþjóðar og heimanna í Finnlandi. Niðurstaðan því 3. sæti hjá báðum liðum. Framtíðin er svo sannarlega björt hjá ÍR og íslenskum körfubolta og fer þetta eflaust í reynslubanka leikmanna að fá að máta sig við bestu leikmenn Norðurlanda.

 

 

 

 

 

X