Keppendur frá karatedeild ÍR á verðlaunapalli á RIG 2016. graphic

Keppendur frá karatedeild ÍR á verðlaunapalli á RIG 2016.

31.01.2016 | höf: Hrafnhildur Úlfarsdóttir

Reykjavík International Games var haldið í 9. sinn daganna 21. – 31. janúar 2016. Karatehluti RIG fór fram í Frjálsíþróttahöllinni Laugardal 30. janúar 2016. Hátt í 100 keppendur frá 9 félögum auk erlendra gesta tóku þátt í mótinu. Keppt var bæði í kata og kumite. Keppendur frá karatedeild ÍR voru þrír og komust þau öll á verðlaunapall.

Þetta árið sýndi RÚV beint frá úrslitum í karate. Í úrslitum í kata junior karla voru báðir keppendur frá karatedeild ÍR. Íþróttakarl ársins 2015 í karate hjá ÍR, Aron Anh Hunynh lenti í 1. sæti og Matthías B Montazeri í 2. sæti. Kamila Buraczewska ÍR keppti bæði í kata youth og kumite youth kvenna og lenti í 3. sæti í báðum flokkum.

X