Íþróttafélag Reykjavíkur

Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata 2017 var haldið í íþróttahúsi við Vesturgötu á Akranesi helgina 6. og 7. maí. Um 32 keppendur frá karatedeild ÍR tóku þátt.

Íslandsmeistaramót barna í kata var haldið laugardaginn 6. maí. Þar mættu til leiks 170 krakkar og 37 lið frá 10 félögum. Karatedeild ÍR varð í öðru sæti í heildarkeppni félaga með 14 stig og landaði tveimur Íslandsmeistaratitlum í einstaklingskeppni og einum í hópkata, ásamt tveimur bronsverðlaunum.

Verðlaunahafar  laugardagsins 6. maí 2017 eru:

Íslandsmeistari 8 ára barna Adam Ómar Ómarsson

Íslandsmeistari 10 ára barna Francis Matthew De Luna

Íslandsmeistarar í hópkata barna 9 ára og yngri:

Adam Ómar Ómarsson, Dunja Dagný Minic og Jakub Kobiela

Bronsverðlaun í kata 9 ára: Jakub Kobiela og Mía Duric.

Íslandsmeistaramót unglinga var haldið sunnudaginn 7. maí. Þar mættu til leiks 80 einstaklingar og 14 lið frá 10 félögum. Einn keppandi frá karatedeild ÍR lenti í úrslitum og stóð uppi sem sigurvegari.

Verðlaunahafi sunnudagsins 7. maí er:

Íslandsmeistari 15 ára Kamila Buracewskafrettislandsm2017

X