Gullmerki KAÍ og verðlaun á mótum sambandsins. graphic

Gullmerki KAÍ og verðlaun á mótum sambandsins.

17.03.2019 | höf: Hrafnhildur Úlfarsdóttir

Fyrsta bikarmót KAÍ var haldið þann 18. janúar s.l. hjá Fylki í Norðlingaholti. Þangað mættu 18 bestu karateiðkendur landsins 17 ára og eldri frá 7 félögum, þar á meðal Aron Anh frá karatdeild ÍR sem sigraði í kata karla.

Fyrsta Grand Prix mót KAÍ var haldið 16. febrúar s.l. hjá Fylki í Norðlingaholti. Mótið var fyrir karateiðkendur yngri en 16 ára og mættu átta keppendur frá karatedeild ÍR til leiks, þrír þeirra komust á verðlaunapall, Trixie Paraiso sigraði í kata 12 ára stúlkna,  María Ababou varð í þriðja sæti í sama aldursflokki og Lea Bryndís Ingólfsdóttir varð í 2. sæti í kumite 12 ára stúlkna.

Á 32. karateþingi 2019 sem haldið var sunnudaginn 17. febrúar s.l. var aðaðþjálfari karatedeildar ÍR Vicente Carrasco heiðraður með gullmerki sambandsins ásamt Ólafi Helga Hreinssyni.

Í fréttatilkynningu frá karatesambandinu kemur eftirfarandi fram:

Stjórn karatesambandsins samþykkti á fundi að heiðra tvo karatemenn með gullmerki sambandsins á karateþingi 2019. Það eru þeir Vicente Carrasco og Ólafur Helgi Hreinsson. Vicente hefur starfað ötullega að uppbyggingu íþróttarinnar í 32 ár og stofnað 5 karatedeildir á ferli sínum. Hann hefur átt farsælan feril sem þjálfari og átt félagslið á toppnum árum saman. Ólafur Helgi hefur verið félagsmaður Karatefélags Reykjavíkur í yfir 30 ár og verið formaður þess síðustu 10 ár. Hann var landsliðsmaður, síðar alþjóðlegur dómari og nú síðast einbeitt sér að barna og unglingaþjálfun með frábærum árangri.

karateþing 2019

 

X