Tveir keppendur frá karatedeild ÍR, þau Dunja Dagný Minic og Aron Anh Ky Huynh voru meðal íslenskra keppenda sem unnu til sautján verðlauna á opnu sænsku bikarmóti um helgina. Dunja Dagný Minic átti sérlega flottan sprett að gullinu í B-flokki 13 ára stelpna og Aron Anh Ky Huynh vann til bronsverðlauna í fullorðinsflokki.
Allt A-landsliðið og unglingalandsliðið tók þátt í mótinu, alls 21 keppandi, og unnu þau tvö gull, þrjú silfur og sjö brons. Einnig tóku ungir og efnilegir keppendur frá KFR og ÍR þátt í mótinu og unnu eitt gull, eitt silfur og þrjú brons. Íslensku verðlaunin urðu því alls sautján talsins. Íslenski hópurinn sækir síðan námskeið í kata með Shito Ryu þjálfaranum Mie Nakayama, sem haldið er í tengslum við mótið. Mie Nakayama, er þrefandur heimsmeistari í karate frá árunum 1982, 1984 og 1986.
Með í ferðinni eru Helgi Jóhannesson, Landsliðsþjálfari í kata, Reinharð Reinharðsson formaður KAÍ og María Helga Guðmundsdóttir, fararstjóri.