Beltapróf og undirbúningur fyrir ÍM 2018 í kata graphic

Beltapróf og undirbúningur fyrir ÍM 2018 í kata

08.04.2018 | höf: Hrafnhildur Úlfarsdóttir

Æfingamót í kata var haldið í ÍR heimilinu laugardaginn 24. mars s.l. Mótið var liður í undirbúningi fyrir Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata 2018 sem haldið verður  í Smáranum daganna 14. til 15. apríl næstkomandi. Á æfingamótinu mættu yfir þrjátíu krakkar á aldrinum 9-12 ára frá karatedeildum ÍR og Víkings.

Mikil tilhlökkun og stemning er í iðkendahóp karatedeildar ÍR fyrir Íslandsmeistaramótið og undirbúningur í fullum gangi. Nú þegar hafa 25 keppendur skráð sig til leiks og góður hópur foreldra hefur skráð sig sem starfsmenn eða  liðstjórar.

Einn iðkandi hefur skráð sig á dómaranámskeið sem haldið er daganna fyrir Íslandsmeistaramótið á vegum karataesambands Íslands (KAÍ).

Fyrsta beltapróf ársins 2018 var haldið á æfingatíma daganna 4. og 5. apríl s.l. Iðkendur hafa aldrei verið fleiri, í hópnum eru stelpur og strákar á aldrinum 5-53 ára og margir hafa lagt mikinn metnað í æfingar og keppni.

Mynd: Branka Alexandarsdóttir

file-2

X