ÍR-ingar atkvæðamiklir á páskamóti JR 7-14 ára graphic

ÍR-ingar atkvæðamiklir á páskamóti JR 7-14 ára

05.05.2021 | höf: ÍR

Fjórir keppendur frá ÍR kepptu á páskamóti JR núna sl. helgi. Keppni í 11-14 ára flokkum fór fram á föstudeginum og í flokkum 7-10 ára á laugardeginum.

Þeir Hafþór Ingi Erlendsson og Jóhann Már Guðjónsson kepptu á föstudaginn. Hafþór glímdi tvær glímur.

Hann glímdi virkilega vel og sást að hann er efnilegur júdódrengur. Hann tapaði sínum viðureignum eftir að hafa glímt í dágóðan tíma. Jóhann vann sínar glímur með yfirburðum en hann glímdi tvær glímur.

Bræðurnir Guðjón Þór Guðjónsson og Matthías Karvel Guðjónsson kepptu á laugardaginn og fylgdu þeir í fótspor eldri bróður síns Jóhanns sem hafði keppt daginn áður. Þeir sigðuðu báðir allar sínar glímur.

X