Dr.Jigiro Kano stofnaði Kodokan skólann 1882 og hóf þar kennslu í Judo í fyrsta sinn. Kano var frumkvöðull í íþróttum og kennslufræðum. Um allan heim er tíðkað að hneigja sig í átt að heiðurssæti, þar sem mynd af Kano er hengd upp í Júdósalnum, í upphafi og lok hverrar æfingar til að sýna þessum mikla meistaranum tilunna virðingu.
Viskumolar meistara:
Sá sem er á náð hefur hátindi sínum og sá sem hefur brugðist standa á sama punkti. Báðir verða að ákveða hvað þeir vilja taka sér fyrir hendur næst.
-Jigiro Kano
Lærið rétta tækni fyrir hvert bragð. Að ná bragði eingöngu með afli er ekki rétt leið sigurs í Júdó. Leitist við að ná hazumi (skriðþunga) til þess þarf tækni, ekki afl.
-Yamashita Yoshiaki, 10th dan
Í upphafi er best að einbeita sér að þjálfun sóknarbragða, því í þeim felst vörn. Framfarir í upphafi nást ekki með því að einbeita sér eingöngu að varnarbrögðum.
-Yamashita Yoshiaki, 10th dan
Nakano Shogo (9th dan) gat kastað flestum mótherjum eftir geðþótta sínum í hvaða átt sem var, óháð gripi eða byrjun. Uppáhaldsbragð hans var uchimata. Hann var spurður hvernig honum tækist að nota bragð sem virtist jafn sérhæft gegn jafn breiðum fjölda mótherja og í jafn misjöfnum aðstæðum. Hann svaraði því til að : “…þetta árangur af þrotlausri þjálfun minni í happo akehanashi (“að skilja eftir opnar dyr í allar áttir”) sem merkir það að þegar ég æfi gegn mótherja leyfi ég honum ætíð að að ná hvaða taki sem er á (júdó)galla mínum sem honum þóknaðist og skoðaði síðan allar opnanir í framhaldinu. Þannig leita ég alltaf nýrra leiða út frá mismunandi aðstæðum.
-Nakano Shogo (9th dan)
Æfið kastbrögð með því að hreyfa ykkur mjúklega og þið getið í allar áttir. Standið hvorki of föst fyrir, né hallið ykkur í eina átt.
-(Yamashita Yoshiaki, 10th dan)
Þegar þið æfið með félaga sem kann minna en þið, skuluð þið einbeita ykkur að því að vera “aðeins betri”. Lærið sjálf með því að kenna félaga ykkur að komast upp á næsta þrep.
-Óþekktur höfundur