ÍR er fyrsta íslenska liðið sem tekur þátt í Evrópukeppni í körfuknattleik og jafnframt fyrsta liðið sem kemst í aðra umferð í þeirri keppni. Lögðu ÍR-ingar bresku meistarana Collegians Basketball Club frá Belfast heima og heiman haustið 1964 en töpuðu báðum leikjum í annarri umferð í janúar 1965 fyrir frönsku meisturunum, ASVEL frá Lyon.

X