Árleg verðlaunahátíð ÍR verður haldin í ÍR-heimilinu kl. 20:00 í kvöld 27. desember.
Íþróttakona og íþróttakarl allra deilda fyrir árið 2016 verða heiðruð og úr þeim hópi valin Íþróttakona og íþróttakarl ÍR 2016.
Silfur- og gullmerki ÍR verða afhent einstaklingum sem unnið hafa ötullega fyrir félagið í langan tíma.
Kaffiveitingar að lokinni athöfn.
Allir ÍR-ingar velkomnir.