Úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn ráðast í oddaleik á laugardagskvöldið graphic

Úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn ráðast í oddaleik á laugardagskvöldið

03.05.2019 | höf: Hrafnhild Eir R.

KR hafði betur í gær gegn ÍR. KR sigraði 80:75 í fjórða leik liðanna og jafnaði 2:2 í úrslitarimmunni um Íslands­meist­ara­titil karla í körfuknatt­leik. Leikurinn var mjög jafn lengst af og í síðari hálfleik komst ÍR yfir í þriðja leikhluta en það stóð ekki lengi. KR náði aftur yfirhöndinni og höfðu forskot í síðasta leikhlutanum og tókst þeim að halda því.

Gríðarleg stemning var í Hertz-hell­in­um í Selja­skóla og búast má við áframhaldandi stuði á laugardaginn.

Við hvetjum alla ÍR-inga til að fjölmenna á laugardaginn og styðja strákana til sigurs.

Leikurinn fer fram í DHL-höllinni, Vesturbæ, kl: 20:00 laugardaginn 4. maí.

Áfram ÍR

 

Mynd:Vísir/vilhelm

X