Upphaf framkvæmda á ÍR svæðinu 21. júlí 2017 graphic

Upphaf framkvæmda á ÍR svæðinu 21. júlí 2017

21.07.2017 | höf: Brynja Guðmundsdóttir

Framkvæmdir eru hafnar við nýja frjálsíþróttavöll ÍR-inga við Skógarsel. Beltavél og tvær búkollur eru að störfum. Búkollurnar eru að keyra efni í manir vestan megin á vellinum. Efnið lítur út fyrir að vera þurrt, vel vinnanlegt og ekkert grunnvatn að sjá. Á næstu dögum verður einnig farið í það verkefni að leggja nýtt gervigras á svæðið.

Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan í uppbyggingu á ÍR svæðinu.

Frjálsíþróttavöllur 3

Búkollan sem vinnur að efnisflutningum.

Frjálsíþróttavöllur 2

Efnið lítur út fyrir að vera þurrt og ekkert grunnvatn sjáanlegt.

 

X