IMG_3352 (1)
Nú er hafinn áfangi 3 við tilfærslu á fráveitu sem liggur í gegnum ÍR svæðið. Áætluð verklok eru í lok janúar og munu ÍR-ingar verða varir við þennan skarkala næstu vikur. T.d. verður innkeyrslu inn að ÍR-heimilinu breytt fljótlega, því grafa þarf núverandi innkeyrslu í sundur. Við biðjum ykkur að ítreka við börn ykkar að fara varlega í kringum svæðið, við munum gera slíkt hið sama.

Þegar þessu verður lokið í janúar og verður í kjölfarið hafist handa að byggingu á knatt- og frjálsíþróttahúsi, þar sem engu verður til sparað.

Þetta er gríðarlega flottur áfangi í lífi okkar ÍR-inga og frábært að sjá þessa uppbyggingu vera komna svona af stað. Frjálsíþróttavöllurinn verður væntanlega tilbúinn í júní 2019 og áætlað er að nýja húsið verði klárt í ársbyrjun 2020.

ÁFRAM ÍR

X