Þorrablót ÍR verður 18. janúar! graphic

Þorrablót ÍR verður 18. janúar!

29.10.2019 | höf: ÍR

Þorrablót ÍR verður haldið laugardaginn 18. janúar 2020. Sannkölluð veisla fyrir öll skynfærin! Stórgóð tónlist, frábær skemmtiatriði og maturinn meiriháttar!

Við kynnum nýbreytni í ár því miðasalan verður rafræn til að spara öllum sporin og nokkra klukkutíma í röð. Eins og áður verða borðin seld heil (12 manns) og mest tvö í einu.
Miðasalan hefst kl. 10:00 þriðjudaginn 3. desember og mun fara fram í gegnum heimasíðu ÍR.

Fyrir utan að vera einn stærsti hverfisviðburður ársins þá er þetta einnig ein stærsta fjáröflun félagsins en allur ágóði þorrablóts ÍR skiptist á milli allra deilda og hluti fer í Magnúsarsjóð sem styrkir afreksfólk og þjálfara ÍR til góðra verka.

Fylgist með á Facebook-síðu þorrablótsins fyrir frekari upphitun – Áfram ÍR!

 

 

 

X