Takmarkað aðgengi foreldra að íþróttahúsum ÍR

01.10.2020 | höf: ÍR

Kæru foreldrar/forráðamenn barna í ÍR

Ósk félagsins er sú að hægt sé að halda íþróttastarfi barnanna á lofti með eðlilegum hætti þrátt fyrir að COVID-smit í samfélaginu fari upp eða niður eftir atvikum.

Ein leið til þess er að foreldarar og aðstandendur barnanna venji sig á að sækja og skutla börnum án þess að fara inn í íþróttahús ÍR.

Að gefnu tilefni viljum við biðja foreldra og aðstandendur barna að lágmarka komur sínar inn í húsakynni félagsins eins og kostur er.
Farið er fram á að börnum sé skutlað og þau sótt á æfingar utan húsanna svo að ekki myndist óþarfa troðningur við innganga íþróttahúsa félagsins þar sem ekki er hægt að halda hæfilegum fjarðlægðum á milli fólks.

Er þetta gert til að lágmarka smithættu vegna COVID-19 eftir besta megni hér á svæðum ÍR.

Komi upp neyðartilvik þar sem foreldrar þurfa að fara inn í hús biðjum við um að aðeins eitt foreldri á hvert barn fari inn.

Við þökkum sýnda tillitssemi og hlökkum til komandi áskorana inni á íþróttavöllunum!
Áfram ÍR!

Ísleifur Gissurarson
Íþróttastjóri ÍR
isleifur@ir.is

X