Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans um allan heim! Þessi dagur hefur verið haldinn frá árinu 1985 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að helga 5. desember öllum sjálfboðaliðum! Árið 2022 var sett í gang kynningarátakið Alveg sjálfsagt, sem þá var vitundarvakning um mikilvægi sjálfboðaliðans en því miður hefur þróunin síðustu ár verið á þá leið að starf sjálfboðaliða hefur, oft á tíðum, þótt sjálfsagt!

ÍR er stolt af þeim hundruðum sjálfboðaliða sem tryggja það að í félaginu okkar er öflugt og fjölbreytt íþróttastarf – það er einfaldlega þannig að án sjálfboðaliða væri ekkert íþróttastarf. Því segjum við TAKK  við alla sjálfboðaliða og hvetjum alla til að segja TAKK við hvert annað í dag.

Frétt á vef ÍSÍ

X