Laugardaginn 16. febrúar sl. var skóflustunga að nýju fjölnota íþróttahúsi tekin. Varaformaður ÍR, Addý Ólafsdóttir, ásamt formanni ÍTR, Pawel Bartoszek, og verkefnastjóra Munck á Íslandi, Fjalari Haukssyni, tóku fyrstu skóflustunguna en í kjölfarið gafst öllum ÍR-ingum á svæðinu tækifæri á að taka stungu. Um 130 manns mættu á viðburðinn og eftir að búið var að taka skóflustungur var öllum boðið að þiggja veitingar í ÍR-heimilinu og skoða teikningar að nýja íþróttahúsinu.

Fjölnota íþróttahúsið verður rúmir 5.000 fermetrar að stærð. Húsið samanstendur af knattspyrnuvelli,  auk æfingasvæðis fyrir frjálsíþróttir í vesturenda hússins. Tveggja hæða hliðarbygging verður meðfram eystri langhlið salar og er í henni meðal annars gert ráð fyrir búningsaðstöðu, lyftingasal og salernisaðstöðu. Íþróttahúsið á að verða fullklárað og rekstrarhæft í ársbyrjun 2020.

fs_74

X