Sjálfboðaliðar ÍR heiðraðir

Sú nýjung var tekin upp á árlegri verðlaunahátíð ÍR  sem haldin var 27. desember s.l. að heiðra sjálfboðaliða sem starfað hafa af miklum krafti fyrir félagið með silfur og gullmerkjum ÍR.  Áður höfðu slík merki oftast verið afhent á aðalfundum félagsins. Aðalstjórn ÍR velur þá einstaklinga sem heiðraðir eru hverju sinni eftir tilnefningar frá deildum þess.  Þrettán einstaklingar voru heiðraðir að þessu sinni, einn með gullmerki og tólf með silfurmerki.  ÍR-ingar þakka eftirtöldum sem  heiðraðir voru fyrir ómetanleg störf í þágu félagsins með ósk um að ÍR megi njóta krafta þeirra sem lengst:

Gullmerki:
Fríða Rún Þórðardóttir, frjálsíþróttadeild

Silfurmerki:
Sveinn Sveinsson, knattspynrudeild
Árni Birgisson, knattspynurdeild
Pétur Guðmundsson, frjálsíþróttadeild
Brynjar Gunnarsson, frjálsíþróttadeild
Andrés Haukur Hreinsson, keiludeild
Guðmundur Jóhann Kristófersson, keiludeild
Þorsteinn Ingi Garðarsson, körfuknattleiksdeild
Elvar Guðmundsson, körfuknattleiksdeild
Róbert Hnífsdal, handknattleiksdeild
Kristín Ásta Ólafsdóttir, handknattleiksdeild
Daði Ólafsson, íþróttahópur eldri ÍR-inga
Bjarki Þór Sveinsson, handknattleiksdeild og aðalstjórn

132

Gull- og silfurmerkishafar ÍR sem heiðraðir voru á 27. desember s.l.
ásamt Ingigerði Guðmundsdóttur formanni ÍR
og Guðrúnu Brynjólfsdóttur varaformanni.

 

X