Sigríður og Signý sigursælar í Bláfjöllum 13.-14. mars graphic

Sigríður og Signý sigursælar í Bláfjöllum 13.-14. mars

17.03.2021 | höf: ÍR

Fjögur bikarmót skíðasambands Íslands fóru fram í Bláfjöllum um helgina.
Tvö svig sem einnig voru FIS og tvö ENL stórsvigsmót.
Áttum við ÍR-ingar fjóra keppendur í kvennaflokki. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir vann öll mótin og Signý Sveinbjörnsdóttir vann 16 – 17 ára flokkinn í þremur mótum.
Einnig náði Signý þriðja sæti í tveimur mótum í fullorðinsflokki.
Sigríður er með fullt hús stiga í Bikarkeppninni nú þegar sex mót af tíu eru búin og Signý með ágæta forystu í flokki 16 – 17 ára. Óskum við þeim innilega til hamingju með þennan árnagur.
Heildarúrslit mótana má finna á heimasíðu FIS: https://www.fis-ski.com/DB/general/event-details.html…
Áfram ÍR!
X