Sigríður Dröfn valin skíðakona ÍR 2020 graphic

Sigríður Dröfn valin skíðakona ÍR 2020

23.12.2020 | höf: ÍR

Skíðadeild hefur valið Sigríði Dröfn Auðunsdóttur skíðakonu ÍR 2020!
 
Sigríður Dröfn hóf árið af kappi og var stefnan að vera erlendis við æfingar og keppni allan veturinn. Hún var stödd á HM Unglinga í Narvík í Noregi þegar öllu var slegið af í byrjun mars.
Sigríður Dröfn er mikill íþróttamaður og hefur eftir bestu getur reynt að stunda styrktaræfingar sem nýtast skíðafólki samhliða því að keppa í fótbolta með meistaraflokki ÍR frá því að skíðatímabilinu lauk.
Sigríður hefur unnið sér inn keppnisrétt bæði í svigi og stórsvigi í undankeppni HM sem fram á að fara í Cortina á Ítalíu í febrúar næst komandi og var krýnd Reykjavíkurmeistari í svigi fyrir árið 2020.
 
Áfram ÍR!
X