Samningur um byggingu á fjölnota íþróttahúsi undirritaður graphic

Samningur um byggingu á fjölnota íþróttahúsi undirritaður

05.02.2019 | höf: Hrafnhild Eir R.

Í dag, 5. febrúar, var skrifað undir samning um byggingu á fjölnota íþróttahúsi á ÍR-svæðinu við Skógarsel. Ingigerður Guðmundsdóttir formaður ÍR, Hans Christian Munck forstjóri Munck, Ómar Einarsson sviðstjóri ÍTR og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar skrifuðu undir samninginn.

Nýtt 5.000 fermetra fjölnota íþróttahús verður reist á ÍR-svæðinu við Skógarsel. Hafist verður handa á næstu dögum við byggingu hússins og verður húsið tekið í notkun í byrjun næsta árs.  Húsið mun nýtast öllum ÍR-ingum vel en áætla má að húsið muni helst nýtast undir knattspyrnu og frjálsíþróttir. Með tilkomu hússins mun aðstaðan á ÍR-svæðinu verða einstaklega góð og skapa mörg tækifæri til íþróttaiðkunar á svæðinu.

X