Óskum eftir knattspyrnuþjálfara til starfa hjá ÍR

14.09.2018 | höf: Brynja Guðmundsdóttir

ÍR leitar eftir áhugasömum þjálfara fyrir yngstu iðkendur í knattspyrnu.

Um er að ræða þjálfun í 7. flokki karla og kvenna, auk þess starf í svokölluðu Leikskólaverkefni sem er samstarfsverkefni  ÍR og leikskólanna í Breiðholti.

Um er að ræða 70% starfshlutfall með aðkomu að fleiri flokkum sem veitir möguleika á 100% starfshlutfalli.

Einnig er möguleiki á að skipta starfinu upp.

Kröfur til starfsins er uppeldismenntun eða þjálfaramenntun auk reynslu.

Umsóknir skal senda á Jóhannes Guðlaugsson yfirþjálfara á netfangið:  joigu77@gmail.com eða í síma 695-5040.

Auglýsing-um-þjálfarastarf-ÍR-fótbolta

X