Hlé gert á allri starfsemi barna- og ungmenna hjá ÍR til 13. apríl

20.03.2020 | höf: ÍR

Íþróttafélag Reykjavíkur mun gera hlé á öllu barna- og unglingastarfi félagsins til og með 13. apríl nk. eða þar til takmörkun skólastarfs lýkur. 

Ákvörðunin hefur verið tekin í kjölfar tilkynningar stjórnvalda og íþróttayfirvalda sem fram kom nú í dag.
Öll íþróttahús félagsins verða jafnframt lokuð á meðan á hléinu stendur.
Skrifstofa félagsins verður hins vegar áfram starfandi og geta félagsmenn og foreldrar/forráðamenn haft samband í síma eða tölvupósti eins og venjulega.

 

Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna inni á vef stjórnarráðsins:
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/20/Leidbeinandi-vidmid-um-ithrotta-og-aeskulydsstarf-i-ljosi-takmorkunar-a-skolastarfi-og-samkomum/

 

Þrátt fyrir að hlé verði gert á formlegu starfi félagsins hvetjum við alla ÍR-inga til að halda áfram að sinna andlegri og líkamlegri heilsu með fjölbreyttum hætti.
Á næstu dögum og vikum mun ÍR senda út upplýsingar og ábendingar um margvísleg og skemmtileg verkefni þessu tengt!

 

Áfram ÍR!

X